Lát trú þína bera ávöxt
Æskulýðsdagurinn 7.mars 2010- Æskulýðsmessa kl.11.00 Léttmessa kl 20.00
Dagurinn hefst með æskulýðsmessu kl.11.00.
Seinna um daginn er léttmessa kl.20.00 og eiga tilvonandi fermingabörn að mæta ásamt fjölskyldum sínum. Yfirskriftin í ár er Lát trú þína bera ávöxt og á hún að minna okkur sem erum kristin á ábyrgð okkar gagnvart þeim sem búa við erfiðari aðstæður en við gerum og ætlum við að skoða mannréttindayfirlýsingu- og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Fimmtudaginn 4.mars 20.15-22.00 ætlum við að undirbúa messuna og þau fermingabörn sem hafa áhuga á að taka þátt í undirbúningi eru hvött til að mæta hingað í safnaðarheimili kirkjunnar. Okkur vantar aðstoð við að útbúa skreytingar fyrir kirkjuna og svo vantar krakka í söng – og tónlistarhóp.
Kær kveðja,
Prestar og starfsfólk Árbæjarkirkju