Jóla-fjölskylduguðsþjónusta og jólaball sunnudaginn 13. desember kl.11.00
Það verður gleði og glaumur aðventunnar nk.sunnudag. Barn borið til skírnar. Leikhópurinn Perlan sýna jólafrásöguna með sýnum einstaka hætti. Jólalögin sungin. Jólaball í safnaðarheimilinu þangað sem kátir sveinar hafa boðað komu sína með góðgæti í poka fyrir þægu börnin. Jólaballið er í samvinnu kirkjunnar og Fylkis. Vonumst við til að sjá ykkur sem flest unga sem eldri.