Foreldrar fermingarbarna eru hvattir til þess að koma í Árbæjarkirkju annað kvöld, þriðjudaginn 17. nóv. kl. 18 eða 19.30 eftir því hvor tíminn hentar betur. Við ætlum að eiga saman góða stund. Kynning verður á fræðslunni og almennt fjallað um þetta ár sem börnin velja til þess að fræðast og uppbyggjast í trúnni. Við endum samveruna á stuttri helgistund og bjóðum uppá kaffisopa og spjall. Vonumst til að sjá ykkur sem flest. Prestarnir.