Foreldramorgnar Árbæjarkirkju eru opið hús fyrir foreldra og börn sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi. Þriðjudaginn 18. október kl. 10:00 mun Erla Hlín Helgadóttir fjalla um umhverfið og umönnun ungabarna. Allir fá smá glaðning.
Boðið upp á léttan morgunverð. Allir hjartanlega velkomnir.
Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili. Árbæjarkirkju og alla miðvikudaga kl. 9:30-11:30 í félagsmiðstöðinni Holtinu, Norðlingaholti.