Guðsþjónusta á Allra heilagra messu kl.11:00 þar sem látinna er minnst. Öllum gefst kostur á að tendra á kertaljósi í minningu látinna ástvina. Sr. Petrína Mjöll prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló organista. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Bryndísar Evu og Ingibjargar. Kaffi, djús og notalegheit eftir stundina.