Gönguguðsþjónusta verður í Árbæjarkirkju sunnudaginn 16. ágúst. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 11 og gengið í Elliðaárdal. Lesnir verða ritningarlestrar, sungnir sálmar og hugleiðing flutt á leiðinni. Þetta verður róleg ganga, við njótum fegurðar náttúrunnar og eigum saman góða morgunstund. Það verður heitt á könnunni þegar göngunni er lokið. Verið velkomin í Árbæjarkirkju.