Guðsþjónusta og fundur með foreldrum fermingarbarna 15. febrúar.
Guðsþjónusta kl.11.00. Foreldrum fermingarbarna og fermingarbörnum vorsins er sérstaklega boðið til þessarar guðsþjónustu. Eftir hana verður stuttur fundur með foreldrum þar sem horft er um öxl og þess sem framundan er í starfinu. Fermingarbörn munu taka virkan þátt í guðsþjónustunni.
Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar. Njóttu dagsins og komdu í kirkju!