Það voru framlág fermingarbörn sem mættu til fermingarfræðslu laugardaginn 26. janúar kl.9.00 árdegis. Snjóað hafði um nóttina og vond færð en krakkarnir létu það ekki aftra sér að mæta stundvíslega og njóta samveru með prestum og samstarfsfólki í Árbæjarkirkju. Farið var í sjálfstyrkingu og fjallað um einelti og afleiðingar þess. Krakkararnir tóku virkan þátt í fræðslunni og vonandi hafa lært sitthvað um þessu mikilvægu málefni og styrkst í því að koma fram við náungan eins og sjálfan sig. Ath. myndir frá deginum má nálgast undir liðnum safnarstarf/Myndasafn.