Þessa vikuna hefur TTT- starfið verið með góðgerðarviku. Börnin hafa þessa vikuna safnað fatnaði til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Söfnunin hefur fengið gríðarlega góðar undirtektir og mikið magn fatnaðar hefur safnast.
Framundan í TTT- starfinu er undirbúningur fyrir stuttmynd sem sýnd verður á Æskulýðsdaginn sem ber í ár upp á sunnudaginn 3. mars.
Nánari upplýsingar um það sem framundan er í TTT- starfinu fram á vor má finna hér á síðunni undir flokknum börn.