Þriðjudaginn 14.  febrúar kl. 10:00 mun Ingibjörg Leifsdóttir svefnráðgjafi, verða með fræðslu og ráðgjöf um svefn barna á foreldramorgnum Árbæjarkirkju. Allar mömmur og pabbar velkomin með litlu krílin sín.

Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju og alla miðvikudaga í félagsmiðstöðinni Holtinu, Norðlingaholti. Boðið upp á kaffi og léttan morgunverð. Dagskrá foreldramorgna Árbæjarkirkju fram til vors:

14. febrúar kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
SVEFN OG SVEFNVENJUR UNGBARNA  Ingibjörg Leifsdóttir, svefnráðgjafi, verður með fræðslu og ráðgjöf um svefn barna.
 
28. febrúar kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
TÓNLIST BARNA  Margrét Júlíana Sigurðardóttir, tónlistarmaður, kynnir Mussila, sem er nýjung í tónlistaruppeldi barna og hefur á síðasta ári hlotið margar viðurkenningar.
 
7. mars  kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
ÁFALLASTREYTURÖSKUN EFTIR FÆÐINGU Lynda Margrétardóttir, sálfræðingur, fjallar um kvíða og þunglyndi á meðgöngu og eftir fæðingu.
 
25. april kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.
SJÁLFSSTYRKING EFTIR BARNSBURР Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir fjallar um sjálfstyrkingu í tengslum við foreldrahlutverkið.