Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11:00 þar sem börn og unglingar í æskulýðsstarfi kirkjunnar leika listir sínar. Börn úr 7-9 ára starfinu dansa Tófudansinn, Börn úr TTT starfinu lesa ritningarlestra. Kristín Lára Torfadóttir og Rampa Sakornrum syngja. Unglingar úr æskulýðsfélaginu saKÚL sýna leikþátt. Brúðuleikhús, söngur og mikil gleði. Benjamín Gísli Einarsson leikur á píanó. Markús Bjarnason, Anna Sigríður Helgadóttir, Ingunn Björk Jónsdóttir djákni, sr. Þór Hauksson og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjóna.