Farið verður í vorferðalag og sumarbúðirnar í Vatnaskógi heimsóttar. Þar er hægt að róa á bátum á vatninu, leika sér bæði inni og úti og njóta fallegrar náttúru.
Boðið er upp á grillaðar pylsur, kaffi og safa fyrir börnin. Lagt verður af stað með rútu frá Árbæjarkirkju kl. 10:00.
Kostnaður er 1000 krónur á manninn og 500 krónur fyrir 6 ára og yngri.
Skráning og nánari upplýsingar fer fram á netfanginu ingunn@arbaejarkirkja.is eða í síma 587-2405
Allir velkomnir!