Sunnudaginn 23. nóvember síðasta sunnudag fyrir aðventu er guðsþjónusta kl.11.00. sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Krisztine K. Szklenár. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar.
Tónleikar Gospelkórs Árbæjarkirkju kl.20.00 sunnudaginn 23. nóvember sem jafnframt er upphaf afmælisvikunnar. Sjá nánar dagskrá hér á síðunni. Hvetjum safnaðarfólk til að koma og eiga góða uppbyggjandi stund í kirkjunni sinni!