Guðsþjónusta á Allra heilagra messu kl. 11:00. Við minnumst þeirra sem látin eru og þökkum þeirra samfylgd. Nöfn þeirra sem jörðuð hafa verið frá Árbæjarsókn síðastliðið ár eru lesin upp og allir fá tækifæri til að tendra ljós í minningu ástvina og njóta helgi og friðar. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló organista. Systkinin Jón Heiðar og Þorgerður leika á hljóðfæri. Sr. Petrína Mjöll prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá. Önnu Sigríðar og Aðalheiðar.
Léttmessa kl. 20. Tónlistarhópurinn Sálmari sér um tónlistina ásamt kór Árbæjarkirkju. Hressir söngvar, gleði og gaman. Sr. Petrína Mjöll þjónar.