Gleðilegt ár og þökk fyrir það gamla. Guðsþjónustuhaldið heldur sínu á nýju ári. Sunnudaginn 7. janúar er guðsþjónusta og sunnudagskólinn kl.11.00. sr. Þór Hauksson þjónar og prédikar. Kristina Kalló Szklenár organisti og félagar úr kirkjukórnum leiða safnaðarsöng. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjón Önnu Siggu og Aðalheiðar. Kirkjukaffi á eftir.