Opna húsið byrjar að venju á stólaleikfimi kl. 13.30 undir stjórn Öldu Maríu Ingadóttur. Að lokinni leikfimi mun Sólveig Anna Bóasdóttir heimsækja Opna húsið og fjalla um nýútkomna bók sína Guð og gróðurhúsaáhrif – kristin siðfræði á tímum loftslagsbreytinga. Sólveig Anna er prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Erindi hennar hefst kl.14. Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar.
Allir hjartanlega velkomnir
OPNA HÚSIÐ ER Á MIÐVIKUDÖGUM FRÁ KL. 13 TIL 16
Í SAFNAÐARHEIMILI KIRKJUNNAR