Þriðjudaginn 6. mars kl. 10:00 mun Hrönn Guðjónsdóttir, ungbarnanuddkennari, kenna undirstöðuatriði í ungbarnanuddi. Koma þarf með handklæði til að leggja undir börnin.
Allir nýbakaðir foreldrar velkomnir. Boðið upp á léttan morgunverð, kaffi og djús.
Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju og alla miðvikudaga kl. 9:30-11:30 í félagsmiðstöðinni Holtinu, Norðlingaholti.