Sumar messur í Árbæjarkirkju júní fram í miðjan ágúst.
Sumar messur eru með léttara formi – stefnt er á gott sumar þannig að þegar vel viðrar verða guðsþjónusturnar úti undir beru lofti. Lagt verður upp með að hafa létta sumarsálma og lög sem hæfa tilefninu hverju sinni. Upplagt fyrir göngu eða hlaupamóða einstaklinga og hópa að koma við í kirkjunni eða utan og njóta góðrar stundar í kirkjunni.
Sumarguðsþjónusta sunnudaginn kl.11.00. sr. Þór Hauksson þjónar og prédikar. Kristín J. organisti. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða safnaðarsöng