Hvers vegna -messa? kl. 11:00. Hvers vegna er verið að standa upp í kirkjunni? Af hverju syngur presturinn svona skringilega? Hvers vegna signa sig? Um leið og við tökum þátt í messunni fáum við skýringar á einstökum liðum hennar.
Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og hugleiðir efni dagsins. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szkláner organista. Erna Þórey Sigurðardóttir leikur á klarinett.
Hið ómissandi messukaffi er auðvitað á sínum stað.