Sunnudaginn 21. september ber upp á 18. sunnudag eftir þrenningarhátíð (sunnudagarnir eftir stórhátíðarnar þrjár – jól – páska og hvítasunnu) Guðsþjónusta er kl.11.00 – Fyrir altari þjónar og prédikar sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Organisti er Krizstina Kalló Szklenár. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Hjörleifur Valsson fiðla. Áhugasömum er boðið að koma kl.10.00 og hita upp með kórnum. Sunnudagaskólinn er í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar er sungið og sprellað, sögur sagðar og farið í leiki. Á eftir er boðið upp á hressingu fyrir unga og eldri. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.