Á miðvikudagskvöldum frá kl. 19-21 verður boðið upp á Tólf sporin-Andlegt ferðalag í Árbæjarkirkju. Það er opið öllum sem áhuga hafa á meiri sjálfsþekkingu, vilja styrkja trú sína á Guð og reyna eitthvað nýtt til þess að lifa góðu lífi.
9. og 16. janúar eru tveir opnir kynningarfundir þar sem fólk hefur tækifæri til að sjá út á hvað sporastarfið gengur. Allir eru velkomnir á þá fundi og ekki nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram. Á þriðja fundi, 23. janúar verður hópunum síðan lokað og gert ráð fyrir að þau sem þá mæta séu með fram í maí.
Á vikulegum fundum er síðan hist og unnið saman í litlum hópum út frá bókinni Tólf sporin-Andlegt ferðalag. Bókin fæst í bókabúðum og í Kirkjuhúsinu að Laugavegi 31 en hún verður líka til sölu á kynningarfundunum.