Árbæjarkirkju býður foreldrum sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi upp á kynningu á hugleiðslu og slökun. Kynningin fer fram þriðjudaginn 12 mars kl. 10:15-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju og er þátttakendum að kostnarlausu.
Steinunn M. Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur og jógakennari spjallar um áhrif hugleiðslu á heilsu og líðan, þrátt fyrir svefnlitlar nætur og álag sem fylgir foreldrahlutverkinu. Krílavæn kynning um hugleiðslu, slökun og núvitund. Allir velkomnir.