Skátafélag Árbúa og Árbæjarkirkja standa fyrir skrúðgöngu. Gengið verður frá Árbæjarsafni að Árbæjarkirkju kl. 11:00. undir tónum Skólahljómsveitar Árbæjar- og Breiðholts.
Fjölskyldustund í Árbæjarkirkju kl. 11:30 þar sem sumarið verður sungið inn. Sr. Petrína Mjöll og Ingunn Björk djákni þjóna. Benjamín Gísli leikur á flygilinn.
Kl 12:30 – 16:00 er boðið upp á hoppikastala, póstaleik, grillaða sykurpúða og fleira við Árbæjarsundlaug. Frítt í sund á sama tíma.