Krakkarnir okkar í Æskulýðsfélaginu SAKÚL Árbæjarkirkju lögðu land undir fót í byrjun júní síðastliðinn. Sóttu þau heim ásamt leiðtogum ungmenni Kaþólsku kirkjunnar í Tübingen og dvöldust þar í tæpa viku. Þessa dagana endurgjalda ungmenninn frá þýskalandi þá heimsókn með dvöl hjá okkur næstu daga. Ferðirnar voru fjármagnaðar með styrk frá ERASMUS+þar sem ungmennum er gert kleift að sækja heim og kynnast jafnöldrum sínum víða um Evrópu. Undirbúningur þessa alls var alfarið á vegum okkar í Árbæjarkirkju. Næstkomandi sunnudag verðum við með Æskulýðsguðsþjónustu að hætti Árbæjarsafnaðar. Íslensku og Þýsku ungmenninn munu taka virkan þátt í helgihaldinu. Lesnir verða ritninglestrar á íslensku og þýsku. Sýnt verður leikrit sem ungmenninn hafa undirbúið. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari ásamt Ingunni Björk Jónsdóttir djákna. Organisti Krisín Jóhannesdóttir. Félagar úr kirkjukórnum leiða söng. Hvetjum við sem flesta að koma og njóta stundarinnar með okkur.