Safnaðarferð sunnudaginn 18. maí
Safnaðarferð – Sólheima í Grímsnesi. Lagt verður af stað frá Árbæjarkirkju kl.11.00! Skráning í síma 587-2405 í síðasta lagi föstudaginn 16. maí. Gott er að taka nesti með sér en þess má geta fyrir þá sem ekki hafa komið í Sólheima áður að kaffihúsið "Græna Kannan" er á staðnum og ekki verra að styrkja þá starfsemi. Þetta er ferð fyrir alla aldurshópa! Guðsþjónusta kl.14.00 í Sólheimakirkju. Tilvalið fyrir fjölskyldumeðlimi á öllum aldri að sameinast í ferðina. Á Sólheimum er ekki hægt að láta sér leiðast. Þar er margt að skoða og margt að gera sem hentar hverjum og einum. Áætluð heimkoma (að kirkju) er kl.17.00.
Munið að skrá ykkur í síma – 587-2405