Almenn guðsþjónusta sunnudaginn 4. maí kl.11.00. sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Grétar H. Gunnarsson guðfræðingur prédikar. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn organistans Krisztinar K. Szklenár. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar. Kirkjukaffi á eftir. minnum á tónleika gospelskórsins kl.15.00!