Gospeltónleikar 4. maí kl.15.00
Sunnudaginn 4. maí kl.15.00 verður Gospelkór Árbæjarkirkju með vortónleika. Tónleikarnir hefjast kl.15.00 og eru um klukkutíma langir kórinn syngur ásamt hljómsveit og einsöngvurum.
Selt verður inná kökuhlaðborð að loknum tónleikum til styrktar ferðasjóði kórsins og mun kórinn standa fyrir vorlegum samsöng á meðan gestir gæða sér á kræsingum. Hlaðborðið kostar 1000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir ellilífeyrisþega og 500 kr. fyrir börn 6-12 ára, frítt fyrir yngri.
Viljum við hvetja unnendur góðrar tónlistar til að fjölmenna og eiga áframhaldandi góðar stundir í safnaðarheimili kirkjunnar og njóta góðra veitinga!