Skráning fermingarbarna fyrir vorið 2014 er nú hafin en jafnframt vali á fermingadegi er skráð í fermingarfræðslu. Hámarksfjöldi fermingarbarna í hverri athöfn eru þrjátíu börn. Hægt er að velja um að sækja fermingarfræðslunámskeið um miðjan ágúst eða í september. Skráning og nánari upplýsingar er að finna hér á síðunni undir flokknum fermingar.