Líkt og alla sunnudaga verður helgihald í kirkjunni á sunnudaginn kemur, 7. júlí, kl. 11. Við ætlum að eiga saman ljúfa stund, hlýða á guðspjall dagsins og hugleiðingu út frá því, syngja sálma og biðja bænir. Krisztina organisti og Sverrir kirkjuvörður hefja stundina með samleik á orgel og kornett, félagar úr kirkjukórnum leiða söng og sr. Sigrún þjónar fyrir altari. Kaffisopi og hressing að stundinni lokinni. Verið hjartanlega velkomin!