Eftir langt hlé byrjar Opna húsið aftur miðvikudaginn 2. september. Við byrjum á rólegu nótunum fáum okkur kaffi og spjöllum saman. Ætlunin er að hafa stólaleikfimi eins og undanfarna vetur en það mun vonandi hefjast í október. Við tökum að sjálfsögðu tillit til sóttvarnareglna og tryggjum 2ja metra regluna.
Kyrrðarstund verður í kirkjunni kl. 12 og hressing á eftir gegn vægu gjaldi