Á fundi sínum fimmtudagskvöldið 6. mars gaf Rotaryklúbbur Árbæjar sem fundar í safnaðarheimili kirkjunnar kirkjunni hjartastuðtæki. Af því tilefni boðaði klúbburinn formann sóknarnefndar Sigrúnu Jónsdóttur á fundinn til að taka á móti tækinu fyrir hönd kirkjunnar. Á mynd má sést Sigrún taka við tækinu úr hendi forseta klúbbsins Tryggva Ólafssonar. Viljum við í kirkjunni þakka góðan hug klúbbsfélaga til kirkjunnar enda er þetta ekki í fyrsta skipti sem klúbburinn lætur eitthvað að hendi rakna til kirkjunnar hvort heldur það eru tæki og tól eða leggja sitt af mörkum að fegra umhverfi kirkjunnar.