Femingarnámskeið dagana 14.-20. ágúst
Fermingarfræðslan hefst kl. 9 alla virku dagana og stendur til kl. 12. Gott er að taka með staðgott nesti í fermingarfræðsluna og koma klædd eftir veðri.
Á föstudeginum 16. ágúst er guðþjónusta sunnudagins 18. ágúst undirbúin í hópavinnu fermingarbarnanna. Afrakstur hópavinnunnar mun svo endurspeglast í guðþjónustu sunnudagsins, þar sem fermingarbörnin taka mikinn þátt í guðþjónustunni.
Að lokinni guðþjónustunni er fundur með foreldrum fermingabarna.
Dagskrá fermingarfræðslunar og allar nánari upplýsingar er að finna hér á síðunni undir flokknum fermingar.