Það er tónlistaguðsþjónusta á sunnudaginn – eins og allir vita er boðið upp á tónlistaguðsþjónustur þriðja sunnudag hvers mánaðar. Á sunnudaginn verður Taizé guðsþjónusta. Taizé guðsþjónusta á uppruna sinn að rekja til Suður Frakklands nánar tiltekið til bæjarins Taizé. Söngurinn byggist á endurteknu söngstefi sem kallar fram hughrif kyrrðar. Það er við hæfi í föstunni að koma til kirkju og njóta og eigna sér hlut í fallegri tónlist. Krisztina Kallo Szklenár leiðir sönginn ásamt kirkjukórnum. sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Magnea Árnadóttir flautuleikari leikur undir.