Nú er barnastarfið að hefjast í Árbæjarkirkju. Foreldramorgnar verða á sínum stað. Annars vegar á þriðjudögum safnaðarheimili Árbæjarkirkju og hins vegar á miðvikudögum í félagsmiðstöðinni Holtinu Norðlingaholti.
Boðið er upp á sérstakt starf fyrir bæði 6-9 ára börn (STN) og 10-12 ára börn (TTT) á fjórum stöðum í sókninni. Unglingstarfið og sunnudagaskólinn eru líka á sínum stað.
Dagskrár foreldramorgna og barnastarfsins eru komnar inn á heimasíðuna Árbæjarkirkju og ná nálgast undir flokknum börn. Nánari upplýsingar um starfsstaði ná einnig nálgast á sama stað.
Skrá þarf börnin sérstaklega í STN og TTT-starf en skráningarblöð hafa verið sent foreldrum í pósti.