Kyrrðar og bænastund alla miðvikudaga kl.12.00-12.30. Þeir sem vilja er boðið að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu á eftir gegn vægu gjaldi.
Opið hús er í safnaðarheimili Árbæjarkirkju á miðvikudögum frá kl. 13 til 16 þar sem fólk á öllum aldri kemur saman. Í Opna húsinu er leitast við að bjóða upp á létta og fjölbreytta dagskrá til að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Stólaleikfimi hefur notið mikilla vinsælda og er fastur liður í upphafi Opna hússins fyrir þá sem það kjósa. Við fáum líka oft gesti í heimsókn sem hafa eitthvað skemmtilegt fram að færa. Ekki má gleyma haust- og vorferð Opna hússins þar sem farið er í dagsferð út fyrir höfuðborgarsvæðið. Boðið er upp á síðdegiskaffi og með því í Opna húsinu
Opna húsið er kjörið tækifæri fyrir fólk til að koma saman, spjalla, spila, taka fram handavinnuna eða bara að fá sér kaffi og njóta þeirrar dagskrár sem er í boði hverju sinni. Allir eru hjartanlega velkomnir.