Jólakveðja frá prestum, djákna, starfsfólki og sóknarnefnd Árbæjarkirkju.
Ágæta safnaðarfólk,
hjá mörgum er kirkjuferð ómissandi hluti af komu jóla og jólahaldinu. Hlusta á samæfðan kirkjukórinn syngja klassísku jólalögin og prestinn tóna hátíðarsöng sr. Bjarna Þorsteinssonar. Jólaguðspjall Lúkasar lesið um barnið sem fæddist í Betlehem og hugur reikar til liðinna jóla. Eftivænting í flöktandi kertaljósum varpar daufu skini á andlit kirkjugesta eldri sem yngri sem geyma innra með sér eftirvæntingu og spenning og hugsa með sé: Fer presturinn ekki að ljúka máli sínu, jólalambið stynur heima í ofninum, hugsa þeir eldri þannig að kynslóðir sameinast í ólíkum væntingum þess sem kemur og verður.
Um síðir ganga kirkjugestir prúðbúnir út í Aðfangadagskvöld jóla, kyrrð yfir öllu og ilmur jóla nærir vitund alla. Hátíðleiki alls er. Þannig er myndin fyrir okkur mörg. Mynd sem greipst hefur í huga kynslóðanna á undan og við í dag tengjum við en er ekki á sama tíma nema í huga.
Dagana fyrir jól kom boð; ekki frá Ágústusi keisara, þótt hann eigi sinn stað í veraldarsögunni og jólaguðpjallinu, heldur sóttvarnar og veraldlegum yfirvöldum að ekki skulum við annað árið koma saman í jólaguðsþjónustu í kirkjunni. Við þeirri ósk og tilmælum verðum við eins og María og Jósep gerðu forðum daga því eitthvað gott kemur úr því skildum við ætla. Viljum við í Árbæjarkirkju,
óska ykkur hamingju og friðar um jólin
Og á árinu sem senn gengur í garð .
Þökkum allar góðu samverustundirnar
á árinu sem er að líða.