Sunnudaginn 9. desember er jólastund sunnudagaskólans og Fylkis í Árbæjarkirkju. Stundin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl.11.00. Leikhópurinn Perlan sýnir helgileik um fæðingu frelsarans. Tendrað verður á öðru kerti aðventukransins. Jólasaga lesin og jólalög sungin. Eftir stundina í kirkjunni er farið í safnaðarheimilið og slegið upp jólaballi. Þar verður dansað í kringum jólatréð. Kátir sveinar úr næsta nágrenni heimsækja okkur með góðgæti í poka handa góðum börnum.