Kirkjudagur Árbæjarkirkju fyrsta sunnudag í aðventu 2. desember
Það er mikið að gerast í Árbæjarkirkju fyrsta sunnudag í aðventu.
Sunnudagaskólinn er kl.11.00. Það verður tendrað á fyrsta aðventukertinu. Eftir sunndagaskólann verða boðnir til sölu miðar í skyndihappdrætti líknarsjóðsins. Fjöldi góðra vinninga eru í boði.
Hátíðarguðsþjónusta er kl.14.00 (athugið breyttan tíma.) Í guðsþjónustunni syngur Aron Cortes einsöng. Guðmundur Hafsteinsson leikur á trompet. Prestar safnaðarins sr. Þór Hauksson og sr. Sigrún Óskarsdóttir þjóna fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Krisztinar K. Szklenár. Eftir guðsþjónustuna er árleg kaffisala kvenfélagsins í safnaðarheimilinu og líknarsjóðskonur verða með skyndihappdrætti til styrktar bágstöddum í söfnuðinum.
Líknarsjóð kirkjunnar skipa einvalalið kvenna sem ár hvert fara á milli fyrirtækja og leita af vinningum í líknarsjóðshappdrættið. Vilja þær koma á framfæri þakklæti fyrir velvilja og stuðning sem fyrirtæki og einstaklingar í söfnuðinum hafa sýnt í verki.