Sunnudaginn 12. ágúst kl.11.00 verður guðsþjónusta og fundur með foreldrum fermingarbarna.
kynnt verður fyrirkomulag fermingarfræðslunnar og Námskeið fermingarbarna 13.-17. ágúst.
Sumarnámskeið Fermingarfræðslunnar í Árbæjarkirkju verður 13-17 ágúst kl. 9.00-12.00. Með því ljúka fermingarbörn helming fræðslunnar en mæta svo einu sinni í mánuði í fræðslutíma yfir vetrartímann. Að auki er þátttaka í helgihaldi kirkjunnar hluti af fræðslunni. Þau börn sem ekki hafa tök á að taka þátt í umræddu námskeiði í ágústmánuði hefja fræðsluna í september.