Vissir þú að í myndasafni Árbæjarkirkju er að finna 1067 myndir úr starfi safnaðarins? Nú síðast voru myndir frá ferð Opna hússins í Iðnó að bætast við. Opna húsið eins og það er kallað er starf með eldri borgurum safnaðarins. Starfið er á miðvikudögum kl.13.00-16.00. Þar er ýmislegt gert sér til skemmtunar og dægrarstyttingar eins og að fara í leikhús. Var farið á sýninguna hennar Guðrúnar Ásmundsdóttur í Iðnó. Voru allir þeir sem á sýninguna fóru sammála um að þetta var hin besta skemmtun. Ef þú hefur ekki þegar gefið þér tíma til að skoða myndaalbúmið þá skaltu gera það nú þegar og sjá með eigin augum hið fjölbreytta starf kirkjunnar.