Þriðjudaginn 14. mars mun sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir fjalla um sjálfstyrkingu í tengslum við foreldrahlutverkið. Fyrirlesturinn er ókeypis og hefst kl. 10:20. Allir pabbar og mömmur velkomin með litlu krílin sín. Boðið upp á kaffi, safa og léttar veitingar.
Foreldramorgnar Árbæjarkirkju eru alla þriðjudaga kl. 10:00-12:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Foreldramorgnar eru opið hús fyrir foreldra og börn og eru öllum opnir. Þar gefst tækifæri til að spjalla saman og deila reynslu sinni.