Allmörg æskulýðsfélög í kirkjum landsins lesa kafla í nýju þýðingu Biblíunnar dagana 28. október til 4. nóvember. Æskulýðsfélög, hópar og ungt fólk ætla sem sagt að lesa Biblíu 21. aldar í heild sinni út um land alla vikuna næstu. Ungmenni í Árbæjarkirkju taka auðvitað þátt í þessu verkefni sem kallast B+ (Hefur löngum verið hefð fyrir því í Árbæjarsöfnuði að vera með Biblíu maraþonlestur.) Ungmenni úr æskulýðsfélaginu hefja lesturinn sunnudaginn 28. október 10.45 árdegis eða 15 mín. fyrir guðsþjónustu.Eftir guðsþjónustuna lesa þau fram eftir degi. Öllum er frjálst að koma og hlusta á ungmennin. TTT (10-12 ára) hóparnir sinn kafla hver í næstu viku og Ice step hópurinn á æfingum.