Það verður þrumustuð í Árbæjarkirkju sunnudaginn 6.oktober næstkomandi.
Guðsþjónusta verður kl.11.00
prédikað verður um það þegar við erum kölluð undan fíkjutrénu, glímuna við Guð og þegar við sjáum himnana opnast.
Krisztina Kalló Szklenár leiðir almennan safnaðarsöng ásamt kór Árbæjarkirkju
sr. Dagur Fannar Magnússon prédikar og þjónar fyrir altari.
Magnús Sævar Magnússon kirkjuvörður verður í banastuði og verður með heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna.
Sunnudagaskólinn verður kl. 13.00. munum við syngja og tralla, segja sögur og margt margt fleirra skemmtilegt. Svo er það aðal málið, ef þú ert þreytt/ur á því að vera beðin um að taka af þér húfuna eða hattinn þinn inni, þá er kjörið tækifæri til þess að koma í sunnudagaskólann og vera með húfu eða hatt inni.