Árbæjarkirkja og ungmennaráð æskulýðsfélagsins saKÚL kynna skyndihjálparnámskeið sem er sérsniðið fyrir unglinga.
Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 6. mars kl. 20:15-22:00. Námskeiðið er á vegum Rauða krossins og ætlað ungmennum á aldrinum 13-18 ára sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku en takmarkaður fjöldi sem kemst að á námskeiðinu.
Þátttökugjald er 500 kr og greiðist við skráningu.
Skráning fer fram á á slóðinni: https://arbaejarkirkja.skramur.is/input.php?id=9