Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11:00 með þátttöku barna og unglinga í æskulýðsstarfi Árbæjarkirkju. VÆB bræður syngja nokkur lög. Börn úr úr barnastarfinu sýna leikþátt. Bjargey Lilja Marteinsdóttir syngur einsöng. Ingunn Björk Jónsdóttir djákni og sr. Þór Hauksson þjóna. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á flygilinn.
Í lokin verður boðið upp á smiðjur þar sem börn geta farið á milli stöðva og föndrað og unnið skapandi verkefni.
Sunnudagaskólinn verður ekki sunnudaginn 2. mars en sunnudagaskólabörnin og fjölskyldur þeirra eru boðin sérstaklega velkomin.