Guðsþjónusta kl.11.00. sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Almennur safnaðarsöngur undir stjórn Krisztinar Kalló organista. Formleg opnum á listsýningu í anddyri kirkjunnar eftir guðsþjónustuna. Tvö verk eru til sýnis eftir listamanninn Guðna Georg Hauksson. Sýningin mun standa fram í janúar 2008 og verður opin alla virka daga frá 9-16 og á sunnudögum á messutíma.
Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar!