Mánudaginn 13 ágúst hefst ágústnámskeið fermingarfræðslunnar. Börnin mæta stundvíslega kl.9.00 árdegis alla dagana sem námskeiðið stendur eða til föstudagsins 17. ágúst. Sunnudaginn 19. ágúst er guðsþjónusta sem börnin hafa undirbúið m.a. á námskeiðinu. Eftir guðsþjónustuna verður stuttur fundur með foreldrum fermingarbarna vorsins 2008. Sjá má allar helstu upplýsingar um fermingarnámskeiðið í vetur undir liðnum "Fermingar 2008" hér að ofan.
prestarnir