Miðvikudagskvöldið, 23. maí kl. 20:30 verða haldnir sameiginlegir vortónleikar gospelkórs Árbæjarkirkju og söngkvartettsins Opus. Kórinn skipa rúmlega 20 konur.
Meðlimir söngkvartettsins eru: Valgerður Guðnadóttir sópran, Rósalind Gísladóttir Mezzo-sópran, Einar Örn Einarsson tenór og Gunnar Kristmannsson barítón.
Hljómsveitina skipa: Jón Rafnsson bassi, Páll Sveinsson trommur, Sigurjón Alexandersson gítar og Vignir Þór Stefánsson píanó.
Kórinn mun flytja þekkt og minna þekkt gospel (lofgjörða) lög en Opus mest þekktar dægurlagaperlur úr söngleikjum og kvikmyndum, meðal annars Summertime, Blue moon og Ain´t misbehavin´.
Viljum við hvetja alla velunnara góðrar tónlistar að koma og eiga ljúfa kvöldstund í Árbæjarkirkju. Frábærir tónleikar sem enginn verður svikinn af. Stjórnandi kórsins er Rósalind Gísladóttir.