Uppstigningadag 17. maí á degi aldraðra er hátíðarguðsþjónusta kl.14.00. Dagurinn er í hávegum hafður í Árbæjarkirkju. Karlakórinn Stefnir syngur í guðsþjónustunni ásamt hluta af kirkjukórnum. Fyrir altari þjónar sr. Þór Hauksson og prédikar. Krisztina Kalló Szklenár organisti leiðir almennan safnaðarsöng. Handavinnusýning Opna hússins – félagsstarf aldraðra í Árbæjarkirkju. Hátíðarkaffi er í boði Soroptimistakúbbs Árbæjar í safnaðarheimili kirkjunnar eftir guðsþjónustuna. Kórfélagar Stefnis flytja nokkur létt lög.
Minnum á safnaðarferðina í Þórsmörk sunnudaginn 20. maí kl.9.00 árdegis!