Þriðjudaginn 17 apríl voru tímamót í starfi safnaðarins þegar Jóhann Björnsson hætti í sóknarnefnd eftir 35 ára setu. Ljóst er að það er mikill missir af manni eins og Jóhanni í sóknarnefnd. Hann hefur viðtæka reynslu og fróðleik um starfsemi kirkjunnar í heild sinni. Viljum við nota tækifærið og þakka honum fyrir vel unnin störf i gegnum tíðina. Ásamt honum hættu þrír aðrir í sóknarnefnd og fjórir nýir komu inn. Þeir sem hættu eru:
Jóhann E. Björnsson
Þórarinn B. Gunnarsson
Kristín Kristinsdóttir
Bendt Harðarson
Nýir sem koma inn:
Sigurþór Ch. Guðmundsson
Svanhildur Árnadóttir
Ingunn Sigurðardóttir
Stefnir Páll Sigurðsson
Um leið og við þökkum þeim sem hætta fyrir vel unnin störf viljum við bjóða velkomna til starfa þá sem nýjir koma inn!
Sjá myndir frá fundinum í myndasafni!
ásamt fullt af öðrum myndum frá starfi kirkjunnar!